Dropp styður viðskiptavini vefverslunar Krabbameins-félagsins með því að bjóða fríar sendingar í október á afhendingarstaði Dropp
Með stuðningi við Krabbameinsfélagið gera einstaklingar og fyrirtæki félaginu kleift að veita fólki með krabbamein og aðstandendum þess ókeypis ráðgjöf og stuðning sálfræðinga, hjúkrunarfræðinga og félagsráðgjafa, sinna krabbameinsrannsóknum, fræðslu- og forvarnarstarfi.
Öll verkefni Krabbameinsfélagsins miða að því að koma í veg fyrir krabbamein, fækka þeim sem deyja af völdum krabbameina og bæta lífsgæði sjúklinga og aðstandenda þeirra
Þegar þú verslar í vefverslun Krabbameinsfélagsins styrkir þú starf félagsins í þágu þeirra sem greinast með krabbamein og fjölskyldna þeirra.