Bleika slaufan í ár er rósetta, verðlaunagripur sem nældur er í hjartastað og er tileinkaður öllum þeim hetjum sem lifa með krabbameini. Efniviður slaufunnar að þessu sinni er textíll og sækir innblástur í handverkshefðina.
Hönnuður Bleiku slaufunnar 2025 er Thelma Björk Jónsdóttir. Thelma Björk er menntaður fatahönnuður og listakona og vinnur mikið með rósettur í sinni hönnun. Hún greindist með brjóstkrabbamein með meinvörpum árið 2024 og lifir því með ólæknandi krabbameini.
Þegar Thelma Björk var að vinna hugmyndavinnuna fyrir Bleiku slaufuna leitaði hún í handavinnukisturnar sem hún erfði eftir ömmu sína og efst í einum bunkanum lá tilbúin slaufa eins og skilaboð til hennar. Hún segir hönnunina því vera eins konar samstarfsverkefni þeirra beggja.
Sparislaufan í ár er gullhúðað koparhálsmen í samlitri keðju með rósbleikum Swarovski kristal og slaufu sem hægt er að losa frá. Litur kristalsins minnir á róskvars og táknar því hjartað um leið og hann kallast á við lit rósettunnar. Hálsmenið er í senn stílhreint og fallegt og kemur í afar fallegum gjafaumbúðum.
Hönnuður Bleiku slaufunnar 2025 er Thelma Björk Jónsdóttir. Thelma Björk er menntaður fatahönnuður og listakona og vinnur mikið með rósettur í sinni hönnun. Hún greindist með brjóstkrabbamein með meinvörpum árið 2024 og lifir því með ólæknandi krabbameini.
Þegar Thelma Björk var að vinna hugmyndavinnuna fyrir Bleiku slaufuna leitaði hún í handavinnukisturnar sem hún erfði eftir ömmu sína og efst í einum bunkanum lá tilbúin slaufa eins og skilaboð til hennar. Hún segir hönnunina því vera eins konar samstarfsverkefni þeirra beggja.