ENDURSKINSMERKI

Endurskinsmerki - Lína Langsokkur

890 kr

Endurskinsmerki frá sænska fyrirtækinu Popomax eru með kúlukeðju sem hægt er að losa og setja á nánast hvað sem er; í rennilásinn, á töskur, á vagna, hjól ofl. ofl. Endurskinsmerkin eru CE vottuð, uppfylla allar kröfur (EN13356) og því algjörlega örugg. Stærð ca 5-6 cm. Grunnurinn í endurskininu er unnin frá framleiðandanum 3M. Merkin henta fyrir börn jafnt sem fullorðna.

Því fyrr og betur sem ökumenn greina gangandi vegfarendur þeim mun meira er öryggi þeirra sem gangandi eru. Það er staðreynd að ökumenn sjá gangandi vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr en ella og því getur notkun endurskinsmerkja skilið milli lífs og dauða.

Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum:

- fremst á ermum
- hangandi meðfram hliðum
- á skóm/stígvélum eða neðarlega á buxnaskálmum
- á skólatöskum

Endurskin fyrir alla
Allir ættu að finna endurskin við hæfi en til eru margar gerðir og stærðir þ.m.t. endurskinsvesti, límmerki, barmmerki eða hangandi endurskinsmerki. Á mörgum skólatöskum eru endurskinsmerki og eins er gott að líma endurskin á barnavagna, sleða, bakpoka og skíðastafi.

Fullorðnir eiga að sjálfsögðu að vera fyrirmyndir barna og vera með endurskinsmerki á sínum flíkum.

Endurskinsmerki er einnig hægt að líma á hunda- og kattaólar og sjálfsagt er að bregða endurskinsborðum um fætur hestsins þegar farið er í reiðtúr.

Miklu máli skiptir að skoða endurskinsmerkin áður en þau eru keypt en þau þurfa að vera með CE-merkingu með nafni framleiðanda (eða heiti vörunnar). Ennfremur þarf númer staðalsins að koma fram á merkinu (EN 13356) og að lokum eiga að fylgja með því notkunarleiðbeiningar. Markaðseftirlit með endurskinsmerkjum er í höndum Neytendastofu.
(Heimild: www.Samgöngustofa.is)