Endurnar minna mjög á danska vorið þegar andamamma vaggar stolt um stræti Kaupmannahafnar með nýfæddum ungum sínum. Ein víðförul andafjölskylda sem fór á stjá vorið 1959 lifir í þjóðarsál dönsku þjóðarinnar en þá þurftu lögreglumenn í Fredriksberg að stöðva umferð á meðan fjölskyldan gekk yfir gangbraut. Þessi minnisstæði atburður náðist á filmu og öll dönsku dagblöðin prentuðu þá frægu ljósmynd. Atburðurinn var að margra mati dæmigerður fyrir þá virðingu sem Danir bera fyrir náttúrunni, hinu smáa í lífinu og hve vel þeir kunna að meta kraftaverk hversdagsins.
Hönnuðurinn Hans Bølling varð fyrir sterkum áhrifum af fréttunum af göngutúr andafjölskyldunnar og hann hannaði tréendurnar sem bera með sér andblæ hins friðsama og indæla vors. Mjúkar og ávalar línurnar eru einfaldar og fágaðar og kalla fram friðsemd og samhljóm hvar sem þeim er stillt upp, rétt eins og fyrirmyndirnar gerðu á gangbrautinni vorið 1959.
Hæð 8,7 cm.
Andamömmuna má sjá hér.