STYRKTARVÖRUR

Bleika silfurnælan 2013

8.990 kr

Bleika silfurnælan 2013 var hönnuð og smíðuð af þeim Ástþóri og Kjartani, gullsmiðum hjá Orr. Hún er úr sterlingssilfri með rauðbleikum rúbín.

Svona lýsa Ástþór og Kjartan silfurslaufunni;

„Form hennar myndar tákn óendanleikans sem umlykur steinana í miðju. Hún minnir okkur þannig á að óendanlegur kærleikur okkar hvert í annars garð er dýrmætasta umgjörðin um lífið og mikilvægi þess að við stöndum þétt saman þegar erfiðleikar steðja að.“

Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélags Íslands í baráttunni gegn krabbameini hjá konum. Sýnum stuðning og höfum slaufuna sýnilega.

Allur ágóði af sölu slaufunnar rennur til Krabbameinsfélagsins.