Bókastoð - köttur

2.900 kr

Bókastoð úr áli. Íslensk hönnun.

Köttur úti í mýri er myndræn tilvitnun í þulu sem gjarnan er notuð í lok ævintýra og hljóðar á þessa leið:

Köttur úti í mýri
setti upp á sér stýri
úti er ævintýri

Hönnunarteymið Hár úr hala er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhússarkitekts og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri og hanna hagnýta hluti með vísun í þau.

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.