Retap vatnsflaska 800 ml - margir litir

4.400 kr

Það er heilsusamlegra og umhverfisvænna að nota gler en plast. Retap flöskurnar dönsk verðlaunahönnun og þýsk gæðaframleiðsla. Þær eru mjög sterkar og endingargóðar. 

Flöskurnar eru gerðar úr borosilicate gleri sem er það sama og notað er í tilraunaglösum. Glerið er ekki bara sérstaklega sterkt heldur einnig mjög þétt þannig að óhreinindi loða illa við glerið. Tappinn er án phtalate og BPA.

Flöskuna má setja í örbylgjuofn og þvo í uppþvottavél.

Langar þig að eiga auka tappa? Skoðaðu fleiri liti af Retap töppum hér (595 kr. stk)

Magn: 800 ml

H: 23 cm U: 88 mm

Þyngd: 200 gr

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.