Seemee endurskinsgarn 0,8 mm - 25 metrar

1.990 kr

Í dagsbirtu sést endurskinsþráðurinn varla en í rökkri skín hann skært ef að ljósi er beint að honum!

Þegar ullinni og endurskinsþræðinum er blandað saman verður til öflug flík sem heldur á manni hita við allar aðstæður og gerir mann einnig sýnilegan í umferðinni þegar dimma tekur.

Endurskinsþráðinn er hægt að nota með alls kyns efnivið og hægt að vinna með hann á marga vegu s.s. prjóna, hekla, sauma út með svo eitthvað sé nefnt.
Upplagt að prjóna 2-3 rendur í vettlinga, hosur, húfur og ermar, til að auka sýnileikan í umferðinni í vetur. Möguleikarnir eru endalausir.

Magn á rúllu: 25 metrar
Sverleiki: 0,8 mm.

Skoðaðu ýmsa notkunarmöguleika hér