Sjálflímandi endurskinsmerki - 11 stk.

1.800 kr

Seeme er norskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í skemmtilegum hágæða endurskinsmerkjum sem standast alla CE-öryggisstaðla.

Því fyrr og betur sem ökumenn greina gangandi vegfarendur þeim mun meira er öryggi þeirra sem gangandi eru. Það er staðreynd að ökumenn sjá gangandi vegfarendur með endurskinsmerki fimm sinnum fyrr en ella og því getur notkun endurskinsmerkja skilið milli lífs og dauða.

Endurskinsmerkin eiga að vera sýnileg og er best að hafa þau á eftirfarandi stöðum:

- fremst á ermum 
- hangandi meðfram hliðum 
- á skóm/stígvélum eða neðarlega á buxnaskálmum
- á skólatöskum

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.