Fjölnota nestispokar

1.290 kr

Vörurnar frá KeepLeaf eru fallegar, vel hannaðar og framleidda úr hágæða efnum. Um er að ræða fjölnota nestispoka sem henta ákaflega vel til dæmis undir brauðmeti og grænmeti. Þessir nestispokar leysa af hina hefðbundnu plastpoka.

Það hafa margir verið að kalla eftir vöru sem þessari, eitthvað sem leysir hina hefðbundnu plastpoka af sem oft eru notaðir undir nesti td. hjá krökkum. Þessir nestispokar eru mjög þægilegir í notkun, auðvelt er að strjúka innan úr þeim og einnig má setja þá í þvottavélina.

  • Vörur Keep Leaf eru hannaðar með umhverfisvitund og sjálfbærni í huga. Lögð er áhersla á að vörurnar séu margnota og notast er við náttúrulegar vörur og efni við framleiðslu þeirra.
  • Keep Leaf leggur sig fram við að bjóða upp á gott starfsumhverfi, menntun og þjálfun starfsmanna sinna. Auk þess leggur Keep Leaf góðum málefnum lið og aðstoðar FREE THE CHILDREN við að byggja skóla í Rajasthan á Indlandi. Stuðningur þeirra gefur hundruðum barna tækifæri til þess að sækja sér menntun.