Innra með þér - geisladiskur

2.500 kr

Lilja Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítala hefur gefið út geisladisk með talaðri slökun án tónlistar. Hún hefur um árabil veitt sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki á dag- og göngudeild krabbameinslækninga 11B slökunar og dáleiðslumeðferð.

Á geisladisknum er hlustandinn leiddur inn í djúpa slökun sem byggir á hvíldarþjálfun og dáleiðslu.

Slökun bætir andlega og líkamlega líðan. Slökunin miðar að því að draga úr ytri og innri áreitum á líkama og sál og komast þannig í tengsl við dýpri svið hugans. Þátturinn innri efling miðar að því að styrkja einstaklinginn og gefa honum nýja sýn á innri styrk og hæfileika sem hann býr yfir.

Að slökun lokinni finnur hlustandinn fyrir innra jafnvægi, gleði og vellíðan.

Diskurinn er án tónlistar, 32. mínútna langur.

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.