Keilir - Hanna Margrét Einarsdóttir

9.500 kr

Skúlptúrinn Keilir sækir innblástur sinn í fjallið Keili á Reykjanesskaga. Þetta fallega fjall sem sker sig svo rækilega úr með sinni fagurmótuðu keilulaga lögun og minnir að einhverju leyti á Pýramídana í Egyptalandi. Keilarnir eru unnir úr steinleir og eru glerjaðir með glerungum sem minna á hina fallegu og fjölbreyttu jörð á Íslandi og jafnvel að einhverju leyti á tunglið. Margir ferðamenn lýsa því einmitt sem sinni fyrstu upplifun af Reykjanesi við komuna sína til Íslands.

Hönnun og framleiðsla:
MÓT 
Hanna Margrét Einarsdóttir 

hæð 11 cm
þvermál 11 cm