Jalo Kupu reykskynjari

6.900 kr

Kupu er vandaður optískur reykskynjari. Kupu eykur ekki aðeins öryggið heima hjá þér heldur getur þú einnig notið fallegrar hönnunar. Það tekur þig aðeins nokkrar sekúndur að festa Kupu í loft þökk sé sterku tvíhliða 3M límbandi á lokinu og því er óþarfi að bora og skrúfa. Allt yfirborðið á Kupu virkar sem einn hnappur fyrir allar aðgerðir, svo það eru engir litlir takkar, hvort sem það er að slökkva á fölskum viðvörunum eða til að prófa virkni reykskynjarans. Kupu er léttbyggður og kemur með þremur 3V-litíumrafhlöðum (9V) sem endast í u.þ.b. 10 ár. Þegar rafhlöður eru að tæmast heyrist hljóðmerki á 30 sekúnda fresti í minnst 30 daga.

Jalo Helsinki • Install 2013 from Jalo Helsinki on Vimeo.

Kupu er fáanlegur í nokkrum litum og fékk hin eftirsóttu hönnunarverðlaun Red Dot Design Awards 2011 og Wallpaper Design Award 2012 

Framleiðandi: Jalo Helsinki
Hönnuður: Harri Koskinen

Tæknilega fullkominn reykskynjari

  • 5 ára ábyrgð
  • 5-10 ára ending rafhlöðu (rafhlaða fylgir)
  • Lengd 110 mm, breidd 110 mm, hæð 39 mm, þyngd 165 g
  • Efni: Textíl kápa
  • Litir: Hvítur og dökkgrár
  • Kjör hitastig 0-45°C, kjör rakastig 0-90%

CE-merking EN14604:2005

Leiðbeiningar á íslensku fylgja. Kemur í fallegum gjafakassa.

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.