Lundi - íslensk hönnun

6.500 kr

Epal og Sigurjón Pálsson hafa í samvinnu látið gera lunda sem er hannaður af Sigurjóni.

Ísland er sannarlega heimili lundans. Skörðótt og klettum girt strandlengja Íslands hýsir stærsta lundavarp heims. Um 60% af lundastofni heimsins verpir þar.

Lundinn er einnig sá fugl sem mest er af á og við landið.

Þessi fallegi, sympatíski fugl, með dálítið dapurlegan svip, er Íslendingum afar kær.


Í gegnum aldirnar hafa þeir því gefið honum fjölmörg gælunöfn, flest tiginborin eins og kóngur, drottning og prins en prófasturinn (the Dean) er það sem fest hefur við hann í gegnum aldirnar og allir Íslendingar þekkja.

Sigurjón Pálsson er menntaður húsgagnaarkitekt – en uppá síðkastið hefur hann mest verið þekktur fyrir fuglinn „shorebird“ sem er framleiddur af hinu þekkta danska fyrirtæki Normann Copenhagen. Einnig er Sigurjón rithöfundur og hefur gefið út tvær sakamálasögur og þess má geta að hann vann hin virtu verðlaun Blóðdropann fyrir bestu sakamálasöguna 2012.

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.