Munum dagbók - 2 litir

3.990 kr

Fáðu skipulagið í lag með Munum dagbókinni. Hvernig verður dagbókin í ár?

A5 stærð - 264 bls. - Mjúk leðurkápa en ekki harðspjalda eins og áður - kjölband. Betri saumur sem gerir það að verkum að auðvelt er að hafa hana opna

 • Þynnri og léttari
 • Rauðir dagar 
 • Línustrikuð síða fyrir hverja viku 
 • 100 listi yfir atriði sem þú vilt gera, vera og eiga 
 • Öll hvatningarorð á íslensku 
 • Stærri reitir til að skrifa í 
 • Lengri dagar 
 • Markmiðasetningin
 • Þakkargluggi
 • to-do verkefnalistar
 • æfing dagsins, matur dagsins og fleira.

Helstu eiginleikar MUNUM dagbókar eru:

Tímastjórnun
Með því að skipuleggja árið, mánuðinn, vikuna og daginn á markvissan hátt má auðvelda tímastjórnun og auka líkur á afköstum.

Meiri árangur
Með því að hámarka tímann þinn með betra skipulagi, setja þér skýr markmið og hafa yfirsýn með verkefnum má hámarka líkur á góðum árangri.

Jákvæð hugsun
Allt sem þú veitir athygli vex og dafnar. Með því að einblína á það góða í lífinu, vera þakklátur fyrir það sem maður hefur og einbeita sér frekar að því jákvæða má auka lífshamingju til muna.

Markmiðasetning
Með því að setja sér skýr og raunhæf markmið, búta þau niður í smærri skref og hafa þau mælanleg og innan ákveðins tímaramma má margfalda líkur á árangri.

Hvatningarorð
Í hverri viku birtast hvatningarorð sem ætluð eru til að veita innblástur og hvatningu inn í nýja viku.

Verkefnalistar
Verkefnalisti fyrir mánuðinn, vikuna og daginn auðveldar okkur að halda utan um verkefnin og klára þau. Einnig er gott að nota verkefnalista til að forgangsraða verkefnum.

Yfirsýn
Að hafa góða yfirsýn yfir tíma sinn og verkefni getur haft góð áhrif á afköst og skipulag bæði til skemmri og lengri tíma. Gott er að hafa yfirsýn fram í tíman og vera þannig betur undirbúin/nn til að takast á við verkefni sem bíða manns.

Matur dagsins
Fyrir hvern dag er reitur þar sem hægt að skrá niður það sem borðað er yfir daginn eða skipuleggja máltíðir fram í tímann. Þannig má bæði fækka ferðum í búðina og spara í matarútgjöldum.

Æfing dagsins
Með því að skipuleggja æfingar, göngutúra, útivist eða hverskyns hreyfingu fram í tímann er mun meiri líkur á að maður drífi sig af stað og nái að hreyfa sig oftar. Einnig er gott að skrá niður æfingar fyrir þá sem hreyfa sig mikið og vilja hafa yfir hreyfinguna hjá sér.

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.