Krummi með tveimur snögum

4.500 kr

Snagarekkarnir eru pólýhúðað og laserskorið ál með góðum hönkum.

Snagarnir „Hani, krummi, hundur, svín“ eru myndræn tilvitnun í hina gömlu vísu um samnefnd dýr. 

Hani, krummi, hundur, svín,
hestur, mús, tittlingur.
Galar, krunkar, geltir, hrín,
gneggjar, tístir, syngur.

Hönnunarteymið Hár úr hala er samstarfsverkefni Ólafs Þórs Erlendssonar húsgagna- og innanhússarkitekts og Sylvíu Kristjánsdóttur grafísks hönnuðar. Þau sækja innblástur í sögur, vísur og ævintýri og hanna hagnýta hluti með vísun í þau.

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.