0

  Karfan er tóm

  Sumarhappdrætti 2023

  Vinningar eru að þessu sinni 253 talsins að verðmæti um 52,4 milljónir króna.

  VINSAMLEGA ATHUGIÐ: Miðar sem keyptir eru í vefverslun eru sendir til kaupenda með tölvupósti.
  • Aðalvinningurinn er Opel Mokka-e Ultimate rafmagnsbíll með aukabúnaði að verðmæti rúmar 6 milljónir króna frá bílaumboðinu Brimborg.
  • Tveir vinningar eru greiðsla upp í bifreið eða íbúð að verðmæti ein milljón króna.
  • Tuttugu vinningar eru Trek rafmagnshjól Allant+7, 2022, hvert að verðmæti um 530 þúsund krónur.
  • Tíu vinningar eru golf PowaKaddy rafmangskerrur, hver að verðmæti um 180 þúsund krónur.
  • Vinningar í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 200 þúsund krónur, eru 100 talsins.
  • Einnig eru 120 vinningar í formi úttekta hjá ferðaskrifstofu eða verslun, hver að verðmæti 100 þúsund krónur.

  Vinningarnir eru skattfrjálsir. Dregið verður 17. júní.

  VINSAMLEGA ATHUGIÐ: Miðar sem keyptir eru í vefverslun eru sendir til kaupenda með tölvupósti.

  Allt frá árinu 1955 hefur Krabbameinsfélagið staðið fyrir happdrætti sem hefur verið ein helsta tekjulind félagsins og stuðlað mjög að uppbyggingu þess og þróun. Fræðsla um krabbamein og krabbameins¬varnir, útgáfa fræðslurita, tóbaksvarnir og stuðningur við krabbameinssjúklinga eru allt þættir í starfsemi félagsins sem byggjast á fjárhagsstuðningi við félagið.