Þegar hugsanir trufla svefn - geisladiskur

2.500 kr

Lilja Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur á Landspítala hefur gefið út geisladisk með talaðri slökun án tónlistar. Hún hefur um árabil veitt sjúklingum, aðstandendum og starfsfólki á dag- og göngudeild krabbameinslækninga 11B slökunar og dáleiðslumeðferð.
Geisladiskurinn leiðbeinir um að vísa hugsunum frá og leggja áhyggjur til hliðar þegar farið er að sofa.

Leiðbeint er um áhrifaríka, róandi öndun og djúpslökun. Með aðferðum dáleiðslu, hugrænnar atferlismeðferðar og djúp-slökunar er hlustandinn leiddur inn í hlutlaust ástand, vellíðan og djúpan, endurnærandi svefn.

Diskurinn er án tónlistar, 30 mínútna langur í tveimur hlutum auk formála.

Mælt er með því að hlusta á diskinn þegar lagst er til svefns.

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.