Útivist og afþreying fyrir börn

2.990 kr

Það er hverju barni mikilvægt að hreyfa sig reglulega og eiga góðar stundir með fjölskyldunni. Þessi bók ætti að nýtast þér, hvort sem þú ert foreldri, amma, afi, frænka eða frændi. Í bókinni er fjöldi hugmynda að útivist og afþreyingu innanhúss, jólastemningu, leikjum, blómum, nesti, veitingastöðum og námskeiðum. Fallegar myndir prýða bókina og leiðarkort eru aftast í henni.

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.