Vegur vindsins

1.990 kr

Þar sem vegir vinds og stjarna mætast. Þegar hrist er upp í veröld Elísu kaupir hún sér göngusandala og flugmiða og stingur af. Stuttu síðar er hún komin að landamærum Frakklands og Spánar með bakpokann sinn, dýrlingana Jakob og Kristófer og eina hörpuskel. Á Jakobsveginum kynnist Elísa skrautlegum pílagrímum, konum með svuntur og skilningsríkum heimamönnum og kemst að því að hver verður með sjálfum sér lengst að fara.

Ása Marin er grunnskólakennari að mennt. Hluta ársins ferðast hún um heiminn sem fararstjóri en þess á milli skrifar hún námsefni í íslensku. Ása Marin hefur áður sent frá sér ljóð og smásögur en Vegur vindsins, buen camino er hennar fyrsta skáldsaga.

„Yndisleg og heilandi bók.“
SÍÓ, Vikan

„Vel skrifuð bók, létt og skemmtileg en þó með alvarlegum undirtóni.”
Anna Lilja Þórisdóttir, MBL

Höfundur: Ása Marín 

Allur ágóði af bókinn rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins.