Vikingr gjafasett fyrir skegg

5.990 kr
Gjafasettið frá Vikingr inniheldur tvær vinsælustu vörur okkar, skeggolíuna Verja Nr. 1 og skeggvaxið Halda Nr. 2, ásamt vandaðri og fallegri skegggreiðu úr peruviði.

Settið inniheldur allt sem hinn skeggjaði karlmaður þarf til að halda skeggi sínu mjúku, nærðu, vel hirtu og fallegu.

Áhugavert: Þar sem greiðan er notuð í andlit og þarf að henta jafnvel viðkvæmustu húð vildum við hafa hana úr mjúkviði. Fyrir valinu varð peruviður sem er í senn blíður við húðina og endingargóður svo úr varð eiguleg og falleg skegggreiða.

Leiðbeiningar:
1. Notið skegggreiðuna samhliða olíunni. Berið fyrst olíu í skeggið eftir þörfum og greiðið svo létt í gegn með skegggreiðunni. Þetta dreifir olíunni betur um skeggið og ber hana alveg inn að húð þar sem hún nýtist vel.

2. Prófið að nota olíuna og vaxið saman. Vaxið eitt og sér er of stíft til að nota í allt skeggið, enda ætlað til að snúa upp á og móta yfirvaraskegg. Hins vegar má mýkja það og þynna með nokkrum dropum af olíu svo úr verði olía með smá haldi sem hentar vel fyrir þá er glíma við hár er standa út í loftið sama hvað reynt er. Skafið smávegis af vaxinu og setjið í lófann. Bætið nokkrum dropum af olíu við og nuddið saman þar til allt hefur blandast. Strjúkið yfir skeggið og sjáið muninn.

Innihald:
  • Verja Nr. 1 (kaldpressuð repjuolía, rósmarínolía, furuolía, vallhumalsolía)
  • Halda Nr. 2 (Býflugnavax, kaldpressuð repjuolía)
  • Skegggreiða úr peruvið
  • Poki.


Vikingr fór af stað í desember 2014 þegar æskuvinirnir Þór og Óðinn ákváðu að láta hugmynd sína um skeggvörur byggðar á norrænum hefðum verða að veruleika. Í Vikingr vörunum er eingöngu notast við náttúruleg hráefni frá Norðurlöndunum og var hugmyndin að gera einfaldar vörur án allra aukaefna, sem víkingarnir hefðu sjálfir getað búið til. Við erum hluti af menningarheimi með yfir þúsund ára sögu skeggvaxtar og skegghirðu og með Vikingr viljum við færa þá sögu til nútímans.

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.