Vikingr halda No.2 skeggvax

2.990 kr

Halda No. 2 er skeggvax og önnur varan frá Vikingr. Í Halda sameinast býflugnavax, kaldpressuð íslensk repjuolía og virkar norrænar ilmkjarnaolíur svo úr verður skeggmótunarvara sem tryggir að sama hvað á dynur mun skeggið ekki gefa eftir. Sem foringinn í þessu sambandi ákveður þú formið á skegginu. Sem ábyrgur undirmaður sér Halda um allt hitt.

„Óvíða verður maður jafn bikið fyrir barðinu á veðurguðunum og hér á Íslandi. Ég prófaði ýmsar vörur en átti erfitt með að finna vax sem þoldi bæði veður og vinda, sem og mig sjálfan þar sem ég fikta gjarnan í skegginu mínu. Við leituðum lengi uns við fundum fullkomna blöndu býflugnavax og olía, svo vaxið stæði stýft í skegginu en væri auðmótanlegt á fingrunum. Býflugnavax er merkilegt hráefni; þrælsterkt en einnig hart svo það getur sprungið. Með því að blanda olíu saman við vaxið verður það meðfærilegt en ef olían er of mikil missir það alla festu. Með Halda skeggvaxi lofum við að þú getir mótað skeggið að vild og haldið inn í daginn laus við áhyggjur um að það tapi forminu.“ – Þór

Áhugavert: Býflugnavax er ekki aðeins gott í að móta skeggið, heldur mun það einnig vernda það og næra. Býflugnavax myndar verndarhjúp um hvert hár í skegginu og heldur þannig raka og olíum inni en óhreinindum úti. Þegar skeggið tapar raka og olíum verður það þurrt og úfið, auk þess að valda óþægindum, svo það er mikið fengið með góðu skeggvaxi.

Leiðbeiningar: Skrapið vax í lófa, mýkið með því að nudda vaxi milli fingra. Berið í yfirvaraskegg eða annað æskilegt svæði og mótið á karlmannlegan hátt. Nærið húð og skegg, hrindið burt óhreinindum, veðri og minni stríðsmönnum, dáist að fullkomleika skeggsins í spegli, komið til baka úr landvinningum með skeggið óhreift.

Innihald: Býflugnavax, kaldpressuð repjuolía frá Þorvaldseyri, furuolía, vallhumalsolía.

Vikingr fór af stað í desember 2014 þegar æskuvinirnir Þór og Óðinn ákváðu að láta hugmynd sína um skeggvörur byggðar á norrænum hefðum verða að veruleika. Í Vikingr vörunum er eingöngu notast við náttúruleg hráefni frá Norðurlöndunum og var hugmyndin að gera einfaldar vörur án allra aukaefna, sem víkingarnir hefðu sjálfir getað búið til. Við erum hluti af menningarheimi með yfir þúsund ára sögu skeggvaxtar og skegghirðu og með Vikingr viljum við færa þá sögu til nútímans.

Allur ágóði rennur til Krabbameinsfélagsins.